Færsluflokkur: Bloggar
24.2.2008 | 00:49
Food and fun
Jæja, þá er alveg örugglega kominn tími á færslu.
Við hjónin fórum á Grand Hotel á ,,Food and fun" í kvöld. Það er skemmst frá því að segja að þetta var alveg sérlega vel heppnaður málsverður. Höfundur matseðilsins var Dante De Magistris, ítalskmenntaður en kokkar í BNA.
Það er langt síðan ég hef farið svona flott út að borða. Allt umhverfið var með sérlega þægilegu og rómantískum hætti. Hljómborðsleikari lék og söng.......yndislega ljúfur. Röddin hans þýð og hrein. Það er nefninlega allt of oft sem ,,kvöldverðarsöngvarar" syngja rammfalskt og eru einhvernvegin alveg ,,út úr kú". En þessi var yndislegur og ekkert truflandi. Það sem meira er að það var fólk sem fór að dansa - oft og mörgum sinnum.
Á borði við hliðina á okkur voru tvenn eldri hjón. Þau voru þarna til að skemmta sér. Þau dönsuðu á milli rétta við gömlu slagarana eins og ,,Fly my to the moon" og ,,New York, New York" og margra klassískra íslenskra laga. Þetta var eitthvað svo frábært.......ólýsanlegt. Svona á að gera það!!! Fara út að borða og skemmta sér um leið
Minn maður horfði í augun á mér og sagði: ,,Eigum við ekki að fara að læra dans". En úr augum hans gat ég lesið: ,,Fyrirgefðu að ég kann ekki að dansa". Æji, hann er bara yndislegur eins og hann er. Þrátt fyrir þúsund þumalputta, tvo staurfætur og algert taktleysi
Annars var ég að frétta að Regína Ósk og Friðrik Ómar hefðu unnið Eurovision. Það er bara geggjað. Bæði tvö frábærir söngvarar og verða okkur til sóma í Serbíu. Íslenska þjóðin er sem sagt að vakna til meðvitundar um það að það er ekki alltaf hægt að senda út ,,brandara" til að keppa fyrir okkar hönd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.1.2008 | 01:17
Sjúkdómamiðuð lífeðlisfræði
Jæja, þá er komið að því. Próf í sjúkdómamiðaðri lífeðlisfræði (ég veit það, þetta hljómar ekki vel). Verður á morgun (í dag réttara sagt miðað við hvað klukka er orðin margt). Ég held að ég sé búin að lesa ALLT hvað viðkemur þessu efni og er líka búin að fatta hvað ég er DÚMM.
Jæja fæ endanlega staðfestingu á þessu þegar ég kem í prófið ( þ.e. hve vitlaus ég er). Æji, ég vona samr ekki. Ef ég fell þá verð ég mjög sár eftir alla þessa vinnu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2007 | 00:56
Búin með tvennt af fernu
Nei, ekki búin með mjólurfernu, heldur tvö atriði af þeim fjóru sem fyrirliggja í skólanum.
Tvö verkefni fóru inn í dag. Tvö próf eftir og eitt stórt verkefni.
Hey, eru þetta ekki 5 atriði?
Góða nótt.
Ein alveg búin á því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2007 | 01:26
Eilífðarstúdentinn
Já, já. ég veit að fjölskylda og vinir eru mikið að furða sig á nýjasta uppátæki kerlingarinnar. Komin í Háskólann - aftur og nýbúin.
,,Hvað er hún að hugsa"? "Ekki geta það verið launin"? "Common hún er hjúkrunarfræðingur". "Er hún kannski í lögfræði núna"?
Nei elskurnar, bara að bæta aðeins við mig í hjúkrunarfræðinni. "Smá" svona diploma í hjúkrun aðgerðasjúklinga. En málið er bara að þetta er ekkert "smá". Þetta er bara alveg ógeðslega mikið. Hvernig datt mér þetta eiginlega í hug?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)